Góð limra hefur mikið skemmtanagildi

Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku gaf fyrr á árinu út limrubókina Bragarblóm. Hann mætti í útg…
Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku gaf fyrr á árinu út limrubókina Bragarblóm. Hann mætti í útgáfuteiti hjá Braga V. Bergmann á dögunum og þeir félagar skiptust á árituðum bókum. Myndin er tekin við það tækifæri; Ragnar Ingi með Bragarblóm og Bragi með Limrur fyrir land og þjóð.

„Mér finnst mjög gaman að gefa út bók og ekki skemmir fyrir að hún hefur fengið frábærar viðtökur,“ segir Bragi V. Bergmann, limruskáld með meiru, en hann sendi frá sér bókina Limrur fyrir land og þjóð á dögunum. Bragi hefur m.a. starfað sem kennari, ritstjóri, almannatengill, krossgátusmiður og prófarkalesari og var kunnur knattspyrnudómari á árum áður.

Um er að ræða aðra limrubók Braga en sú fyrri, Limrur fyrir landann, kom út árið 2009. „Sú bók fékk líka mjög góðar viðtökur og „er á þrotum hjá forlaginu“ eins og það er orðað í þessum bransa, “ segir Bragi og hlær.

Í Vikudegi sem kom út í gær er rætt nánar við Braga Bergmann um bókina og hvernig limrurnar verða til. Einnig birtum við nokkrar vel valdar limrur úr bókinni.


Nýjast