Gilinu lokað og búist við karnivalstemmningu

Á morgun, laugardaginn 3. nóvember, verður svokallaður Gildagur í Listagilinu frá kl. 14-17 og er stærstur hluti Kaupvangsstrætis lokaður fyrir bílaumferð á sama tíma. Á vef Akureyrarbæjar segir að búast megi við hálfgerðri karnivalstemningu í Listagilinu með opnunum sýninga víðsvegar um Listagilið þar sem ber hæst opnun í Listasafninu á yfirlitssýningu á verkum Arnar Inga Gíslasonar sem lést á síðasta ári.

Einnig verða opnar vinnustofur í götunni, verslanir verða með tilboð, boðið upp á lifandi tónlist í Listasafninu og margt fleira.


Nýjast