Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Skemmtiferðaskipið Marco Polo við höfnina í morgun. Mynd/Akureyri.is
Skemmtiferðaskipið Marco Polo við höfnina í morgun. Mynd/Akureyri.is

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar í dag, fimmtudaginn 9. maí. Skipið lagðist að bryggju laust fyrir kl. 9 og áætluð brottför er kl. 19. Skipið nefnist Marco Polo og er 22.080 brúttólestir, alls eru um 850 farþegar um borð og um 360 manna áhöfn. Frá þessu er greint á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Í sumar kemur 161 skemmtiferðaskip til Akureyrar en þau voru 138 sumarið 2018. Mikil aukning er í komu skipa til Grímseyjar í sumar og verða þau 41 en voru 29 síðasta sumar. Einnig leggja sex skip að við Hrísey í sumar.

Næsta skip til Akureyrar er væntanlegt til hafnar laugardaginn 11. maí. Það er Celebrity Reflection sem er um 122.366 brúttólestir og með 3.046 farþega auk áhafnar.


Nýjast