Fylgist með slökkviliðsmönnum ganga Eyjafjarðarhringinn í reykköfunarbúningum

Slökkviliðsmenn minna á söfnun Hollvina SAk fyrir nýrri ferðafóstru. Mynd: Árni Friðriksson.
Slökkviliðsmenn minna á söfnun Hollvina SAk fyrir nýrri ferðafóstru. Mynd: Árni Friðriksson.

Slökkviliðsmenn Slökkviliðs Akureyrar lögðu af stað fótgangandi frá Ráðhústorgi á ellefta tímanum í morgun íklæddir reykköfunarbúningum með súrefniskúta. Ætla þeir að ganga Eyjafjarðarhringinn í múnderingunni og er áætlað að þeir ljúki göngunni á Ráðhústorgi um klukkan fjögur síðdegis.

 

Sjá einnig: „Konan mín fékk að pína okkur í þetta sinn“

Viðburðurinn  er liður í söfnunarátakinu Gengið af göflunum – Gengið til góðs. Átakinu er ætlað að minna á söfnun Hollvina SAk. Samtökin eru að safna fyrir nýrri ferðafóstru. Ferðafóstra er sjúkraflutningstæki fyrir nýbura og fyrirbura. Á Facebooksíðu söfnunarinnar er farið yfir ferlið þegar ný- og fyrirburar eru fluttir með sjúkraflugi:

„Ef koma þarf nýbura/fyrirbura frá Neskaupsstað til Reykjavíkur er sjúkraflugið ræst út. Slökkvilið Akureyrar fer þá upp á Sjúkrahús Akureyrar og sækir ferðafóstruna á meðan starfsmenn Mýflugs gera sjúkraflugvélina klára, svo er flogið til Neskaupsstaðar. Áhöfn á sjúkrabíl flytur ferðafóstruna á sjúkrahúsið á Neskaupsstað, barninu er komið fyrir og flutt í ferðafóstrunni aftur um borð í sjúkraflugvélina og flogið til Reykjavíkur. Þar tekur áhöfn sjúkrabíls við og flytur barnið upp á Barnaspítala Hringsins. Sjúklingur kemst þá í nauðsynlega sérfræðimeðferð. Í sjúkraflutningnum er barnið er varið fyrir umhverfi sínu í ferðafóstrunni, og fær lífnauðsynlega ALS meðferð (advanced life support), en flutningar sem þessir geta tekið nokkrar klukkustundir.

Það er því af nauðsyn sem starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar vilja vekja athygli á söfnuninni því búnaður í gömlu ferðafóstrunni er orðinn úreldur. Til að flytja hana þarf einn sjúkrabíll SA að vera búinn eldri sjúkrabörum sem geta fest ferðafóstruna í flutningi ásamt því að annar búnaður sem knýr fóstruna er gamall og því kominn tími á endurnýjun.

Ný ferðafóstra kostar 22-25 milljónir“

Opnaður hefur verið söfnunarreikningur sem er eyrnamerktur söfnunni og þá er einnig hægt að leggja sitt af mörkum með því að hringja í eftirfarandi símanúmer.

 


Nýjast