Frístundastyrkur hækki í 30 þúsund krónur

Akureyri
Akureyri

Frístundaráð Akureyrar hefur óskað eftir því við bæjarráð að frístundastyrkur til barna hækki um tíu þúsund krónur á næsta ári. Í fundargerð segir að á næsta ári muni rekstur í Hlíðarfjalli að lækka um rúmar 30,4 milljónir króna vegna afskrifta á stólalyftunni Fjarkanum.

„Frístundaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá að nota þessa upphæð til að hækka frístundastyrk úr kr. 20.000 pr. barn upp í kr. 30.000 pr.“, segir í fundargerð.

Kostnaðarauki við þessa tillögu eru rúmar 25.102.000. kr. Einnig óskar ráðið eftir því að fá eitt viðbótarstöðugildi til að ráða starfsmann sem sinnir verkefnum þvert á deildir samfélagsssviðs.


Nýjast