Fótboltastjörnur framtíðarinnar

Hér eigast við liðsmenn KA og Þórs og var ekkert gefið eftir í leik liðanna. Ljósmynd/Þórir Tryggvas…
Hér eigast við liðsmenn KA og Þórs og var ekkert gefið eftir í leik liðanna. Ljósmynd/Þórir Tryggvason.

Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu var haldið á Akureyri sl. helgi en mótið er einn stærsti og vinsælasti íþróttaviðburður ársins hérlendis. Mótið varð það fjölmennasta til þessa en rétt tæplega 2.000 drengir í 5. flokki lögðu land undir fót og öttu kappi í knattspyrnu. Víst má telja að margar af fótboltastjörnum framtíðarinnar hafi keppt á mótinu og voru ófá tilþrifin á meðal keppenda. 

Þórir Tryggvason ljósmyndari var á staðnum og fangaði stemmninguna á KA-svæðinu þar sem mótið fór fram. Í nýjasta tölublaði Vikudags má sjá myndaopnu frá mótinu. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.


Nýjast