Fór holu í höggi á golfmóti iðnfélaga

Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður FMA, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og Andri Ríkharðsson f…
Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður FMA, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og Andri Ríkharðsson frá AB varahlutum á Akureyri, en fyrirtækið gaf Guðmundi Helga veglega gjöf fyrir að fara holu í höggi.

Golfmót iðnfélaganna var haldið á Akureyri á laugardaginn var en þetta er í annað sinn sem sameiginlegt golfmót félaganna fer fram og komu keppendur víðsvegar að af landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 18. holu. Fékk hann í verðlaun veglegan verkfæraskáp frá AB varahlutum á Akureyri.


Nýjast