Fólk bíði með heimsókn á SAk eftir utanlandsferð

Viðbragðsstjórn sjúkrahússins á Akureyri (SAk) beinir þeim tilmælum til fólks að heimsækja ekki veika aðstandendur fyrr en 14 dögum eftir heimkomu erlendis frá. Ef aðstæður eru þannig að heimsókn er metin mikilvæg er heimsóknargestur beðinn um að vera með skurðstofugrímu og spritta hendur.

„Þetta gildir aðeins að því gefnu að viðkomandi hafi engin einkenni sem geta bent til COVID-19 eða hafi umgengist einstakling með sjúkdóminn á síðustu 14 dögum. Skurðstofugrímu er hægt að kaupa í apóteki eða nálgast á deild sjúklings í samráði við starfsfólk,“ segir á vef SAk.


Nýjast