„Fljótlega fékk ég eitthvað að skaka í“

Helga Sveinbjörnsdóttir, Almar Eggertsson og Knútur Emil Jónasson eru teymið  á  bakvið Faglausn. My…
Helga Sveinbjörnsdóttir, Almar Eggertsson og Knútur Emil Jónasson eru teymið á bakvið Faglausn. Mynd/epe

Þegar Skarpur fór af stað með nýjan lið hér í sumarbyrjun sem heitir Atvinnulífið var hugsunin sú að kynna atvinnustarfsemi hér á svæðinu sem hefur farið undir radar almennings en einnig til að hygla því sem vel er gert. Tilgangurinn jafnvel að virka sem hvatning fyrir þá sem ráðist hafa í einkaframtak til að skapa atvinnutækifæri fyrir sjálfa sig og aðra og ekki síður fyrir þá einstaklinga sem ganga með slíkan draum í maganum.

Einn slíkur einstaklingur er Almar Eggertsson en hann var búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku áður en hér á landi skall á efnahagshrun. Í Danmörku nam hann byggingafræði en hann er einnig menntaður húsasmiður og löggyldur hönnuður. Hann stofnaði fyrirtækið Faglausn árið 2006 sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hönnun ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Birnu Árnadóttur. Blaðamaður Skarps heimsótti fyrirtækið á dögunum.

Faglausn hannaði útsýnispallin á Langanesi sem þykir hin mesta prýði

„Fyrirtækið er s.s fætt úti í Danmörku en svo kom ég heim árið 2009 og komst í tæri við Þorgeir Hlöðversson. Ég fékk ódýra skrifstofu og liðlegheit hjá honum til að byrja með. Hann hefur einmitt verið ótrúlega liðlegur við þá sem eru að byrja í einhverju og eru að koma sér upp aðstöðu,” útskýrir Almar og viðurkennir þegar blaðamaður innir hann eftir því hvort það hafi ekki verið fífldirfska að hefja slíkan rekstur á Íslandi í miðju bankahruni, að svo hafi verið. „Þetta var galskapur, það var þannig. Ég sat hérna einn við borðið og hugsaði „jæja, síminn er ekkert að hringja,”” segir Almar og skellir upp úr. Hann segist þó hafa komist í gegnum þetta með bjartsýnina að vopni. „Ég fór bara af stað og notaði þetta litla tengslanet sem ég hafði. Fljótlega fékk ég eitthvað að skaka í og innan skamms fulla vinnu fyrir sjálfan mig,” segir Almar.

Viðtalið má lesa í heild sinni í prentútgáfu Skarps.

- Skarpur, 12. júlí


Nýjast