Fjórir inniliggjandi á SAk og tveir í öndunarvél

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri.

Fjórir einstaklingar eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19 veirunnar og eru tveir af þeim í öndunarvél á gjörgæsludeild. Annar þeirra sem er í öndunarvél var fluttur norður frá Vestfjörðum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Eins og fram kom fyrr í dag greindist eitt smit á Norðurlandi eystra sl. sólarhring og eru smitin orðin 43. Þá eru 173 í sóttkví og hefur þeim fækkað um tæplega fjörutíu frá því í gær.


Nýjast