Fjörið er á Græna Hattinum um helgina

200.000 Naglbítar ljúka helginni á Græna Hattinum
200.000 Naglbítar ljúka helginni á Græna Hattinum

Fjörið heldur áfram á Græna Hattinum. Á föstudagskvöld er komið að hljómsveitinni Killer Queen sem hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum um landið og hefur það að markmiði að heiðra hina goðsagna-kenndu bresku hljómsveit Queen.

Sjá einnig: Hvanndalsbræður byrja fjörið á Græna á fimmtudagskvöld

Hljómsveitin leitast við að ná fram og mynda hina sönnu live rokk tónleikastemningu sem einkenndi Queen. Meðlimir Killer Queen eru engir nýliðar í spilamennsku en valinn maður er í hverju rúmi. Magni Ásgeirs leiðir hópinn af miklum þokka og sýnir á sér sínar sterkustu rokkhliðar, Hvanndalsbræðurnar Valmar,Arnar Val og Sumarliða þekkja auðvitað allir og halda þeir uppi þéttum rythmanum svo skjálfa tekur sviðið. Síðast en ekki síst er hrein unun að fylgjast með Dúndurfréttamanninum Einari Þór er hann tekst á við gítarafrek Brian‘s May svo úr verði ótrúlegt sjónarspil manns og gítars. 

Dæmi um lög sem þú mátt eiga von á að heyra: Under pressure, Save me, Hammer to fall, Innuendo, Show must go on, Radio gaga, Love of my life og svo miklu miklu fleiri. 
Tónleikarnir hefjast kl.22

KK Band

Félagarnir í KK Bandinu koma saman öðru hvoru og spila lög sem þeir hafa verið að spila s.l. 25 ár. Þetta eru m.a. lög af plötunum Lucky One, Bein Leið, Hótel Föröyar og svo gömul blúslög eftir Robert Johnson, Jimmy Reed, J.J. Cale o.fl góðar fyrirmyndir. Nú koma þeir fram laugardagskvöldið 5. ágúst á Græna Hattinum.

Tónleikarnir hefjast upp úr klukkan 22:00

200.000 Naglbítar

200.000 Naglbítar enda svo verslunarmannahelgina með tónleikum á Sunnudagskvöldinu.

Rokktríóið hefur haft hægt um sig síðustu misseri. En djúpt undir eggsléttu yfirborðinu hefur naglbíturinn verið brýndur og hvattur og er nú orðinn hvass.
200.000 naglbítar sendu fyrir stuttu frá sér nýtt lag og ný plata í vinnslu sem verður gefin út í haust, barmafull af hágæða melódísku rokki.
á Græna Hattinum ætla strákarnir að spila nýtt efni og áður óflutt sem og sígilda naglbíta slagara og lofa að ekkert verður gefið eftir og allt skilið eftir á sviðinu.
Þetta verður veisla.

Tónleikarnir hefjast um það bil sem flugeldasýningunni lýkur.

 


Nýjast