Fjöldatakmarkanir við HA

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.

Takmarka þarf fjölda nemenda við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri vegna mikillar aðsóknar. Þóroddur Bjarnason, brautarstjóri við skólann, greindi frá þessu á Morgunvaktinni á Rás 1.

Hann segir þetta lúxusvandamál en í stað þess að hleypa að þeim sem hæstar hafa stúdentseinkunnirnar verður lögð áhersla á fjölbreyttan nemendahóp og forgangs nýtur fólk með starfsreynslu, fólk frá landshlutum þar sem sambærilegt nám er ekki í boði, umsækjendur af erlendum uppruna og karlar.

Þóroddur sagði í viðtali í Morgunvaktinni að allar fjöldatakmarkanir væru umdeildar og þarna væri verið að fara nýja leið. Töluverð aukning hefur verið í fjölda nemenda skólann, í fyrra voru 1.400 nemendur en eru nú 2.400.


Nýjast