Fjallkonan stóð vaktina í Covid-19

Sigurlína Guðný Jónsdóttir í hlutverki Fjallkonunnar.
Sigurlína Guðný Jónsdóttir í hlutverki Fjallkonunnar.

Sigurlína Guðný Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur var Fjallkona Akureyrar 2020 á Þjóðhátíðardaginn. Hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 2018 úr Háskólanum á Akureyri og hóf strax að vinna á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri og var ein af þeim sem stóð vaktina þegar vegna kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst.

„Þetta var dásamleg tilfinning og þvílíkur heiður. Einstakt að fá að klæðast þessum fallega hátíðarbúning,“ segir Sigurlína. Hún segir valið hafa komið sér á óvart. „Já, mjög svo enda hefur Fjallkonan oftast verið nýstúdent. Vegna Covid-19 var hins vegar ákveðið að Fjallkonan yrði hjúkrunarfræðingur sem unnið hefði á meðan faraldurinn var í hámarki."

Nánar er rætt við Sigurlínu í Vikudegi sem kom út í gær. 

Smelltu hér til að gerast áskrifandi og fá fyrsta tölublað Vikublaðsins inn um lúguna í næstu viku. 


Nýjast