Fær útrás á handboltavellinum

„Ég er ansi ofvirk og á rosalega erfitt með að sitja heima og gera ekki neitt. Frístundirnar fara þv…
„Ég er ansi ofvirk og á rosalega erfitt með að sitja heima og gera ekki neitt. Frístundirnar fara því mikið í að gera eitthvað sem tengist útiveru eða íþróttum,“ segir Martha. Mynd/Þröstur Ernir.

Martha Hermannsdóttir er fyrirliði handboltaliðsins KA/Þórs sem spilar í úrvalsdeildinni á nýjan leik í vetur. Auk þess að æfa nánast daglega rekur Martha tannlæknastofu og er þriggja barna móðir. Hún kveðst vera ansi ofvirk og þurfi alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni.

Vikudagur settist niður með Mörthu og spjallaði við hana um handboltann, fjölskylduna, vinnuna og áhugamálin en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.


Nýjast