Fæðingum fjölgaði á Akureyri

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Heilt yfir gekk starfsemin vel á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) á árinu 2019. Þróun á þeirri starfsemi sem fyrir var hélt áfram og inn komu nýir þjónustuþættir, þar má m.a. nefna göngudeild endurhæfingar sem fór af stað á fyrstu mánuðum ársins og undir lok árs varð starfsemi Heimahlynningar hluti af starfsemi almennu göngudeildarinnar. Umfang hefðbundinnar starfsemi var með áþekkum hætti og fyrra ár.

Þetta kemur fram í pistli Bjarna Jónassonar forstjóra SAk á heimasíðu Sjúkrahússins. Þá skrifar Bjarni að ánægjulegt sé að fæðingum fjölgaði og voru 403, eða 15 fleiri en á árinu á undan. Vel gekk að stytta biðtíma eftir aðgerðum í tengslum við biðlistaátak stjórnvalda. Innan þess voru gerðar 250 gerviliðaaðgerðir, 30 augasteinsaðgerðir og 28 kvensjúkdómaaðgerðir.

Bjarni segir að rekstrarlega hafi árið verið krefjandi, „og vel þarf að halda á spöðunum á nýbyrjjuði ári svo fjárhagslega markmið náist í samræmi við fjárlög.“


Nýjast