Enn hnútur á Strætómálinu

Uppsafnað tap á rekstri almenningssamgangna sem landshlutasamtök sjá um með samningi við Vegagerðina…
Uppsafnað tap á rekstri almenningssamgangna sem landshlutasamtök sjá um með samningi við Vegagerðina nemur um 100 milljónum króna.

Eyþing sagði upp samningi við Vegagerðina um rekstur almenningssamgangna í mars mánuði síðastliðnum og hafa viðræður um framhaldið staðið yfir síðan en engin niðurstaða hefur enn litið dagsins ljós.

Mikið tap hefur verið á rekstrinum og er uppsafnaður halli landshlutasamtakanna um 100 milljónir króna. Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs Akureyrar og formaður stjórnar Eyþings segir að samtökin telja nauðsynlegt að gera upp þennan hala sem landshlutasamtökin eru með í eftirdragi áður en nýr samningur verður gerður .Eins vilji menn sjá skýra framtíðarsýn um rekstur almenningssamgangna í landinu. Forsenda fyrir því að áfram verði haldið er þó að uppsafnað tap fyrri ára verið gert upp.

Þeim hugmyndum hefur verið varpað fram að gera skammtímasamning til eins árs og segir Guðmundur Baldvin það skynsamlegt í stöðunni.


Nýjast