Áframhaldandi stuðningur Vina Hlíðarfjalls

Frá undirritun samningsins. F.v. Geir Gíslason formaður Vina Hlíðarfjalls, Guðmundur Karl Jónsson fo…
Frá undirritun samningsins. F.v. Geir Gíslason formaður Vina Hlíðarfjalls, Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála hjá Akureyrarbæ. Mynd/Akureyri.is

Samstarfsamningur Akureyrarbæjar og Vina Hlíðarfjalls var nýlega endurnýjaður. Samningurinn kveður á um áframhaldandi stuðning Vina Hlíðarfjalls við frekari markaðs- og uppbyggingarverkefni í Hlíðarfjalli, sem eru m.a. að styðja við frekari uppbyggingu á snjóframleiðslukerfi Hlíðarfjalls, móta og laga skíðaleiðir, auka við öryggisbúnað og markaðssetja Hlíðarfjall, segir á vef Akureyrarbæjar. Samningurinn gildir til 1. nóvember 2021.


Nýjast