Endurnýja samning við Vísindaskólann

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Sigrún Stefánsdóttir skólastjóri Vísindaskólans skrifuðu undir…
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Sigrún Stefánsdóttir skólastjóri Vísindaskólans skrifuðu undir samninginn.

Akureyrarbær og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hafa endurnýjað samning sinn um styrk Akureyrarbæjar til Vísindaskóla unga fólksins. Samningurinn nær nú til þriggja ára eða til ársins 2021. Markmið Akureyrarbæjar með styrkveitingunni er að styðja við fjölbreytni í tómstundatilboðum til barna og gefa börnum á Akureyri tækifæri til að kynnast heimi vísinda og fræða.

Vísindaskólinn er ætlaður börnum á aldrinum 11–13 ára. Markmiðið með samningnum er að auka framboð á uppbyggilegum tilboðum fyrir börn þegar formlegu skólastarfi lýkur að vori og að kynna starf vísindaskólans fyrir ungmennum á svæðinu og færa hann nær norðlenskum heimilum, segir á vef bæjarins.


Nýjast