Elti drauminn og flutti heim

María við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu en hún stendur vaktina allar helgar og fjölskyldan hjálpast…
María við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu en hún stendur vaktina allar helgar og fjölskyldan hjálpast að. „Stundum fæ ég manninn minn til að skella í vöfflur og börnin hafa verið dugleg að vaska upp.“ Mynd/Þröstur Ernir.

Leikkonan María Pálsdóttir opnaði kaffihús að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit sl. ágúst. Það er fyrsti áfangi í Hælinu, setri um sögu berklanna, en næsti áfangi er sýning sem hún áformar að opna næsta vor.

María er frá Reykhúsum sem er næsti bær norðan við Kristnes. Hún dró fjölskylduna með sér norður til að láta drauminn rætast og segist alsæl með að vera komin heim.

Við heimsóttum Maríu á Hælið en nálgast má viðtalið í nýjustu tölublaði Vikudags. 


Nýjast