Eldur í ofnhúsi PCC á Bakka

Kísilver PCC á Bakka. Mynd/ Martin Varga
Kísilver PCC á Bakka. Mynd/ Martin Varga

Eldur kom upp í Kísilveri PCC á Bakka áttunda tímanum í gærkvöld. Allt tiltækt slökkvilið Norðurþings ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar var kallað út.

Eldur kom upp á milli 4. og 5. hæðar í ofnhúsi en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði en slökkvilið mun halda vakt í nótt til að fylgjast með hvort eldur taki sig upp að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík mun lögregla sjá um að rannsaka eldsupptök en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.


Nýjast