Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum

Mynd/Vaðlaheiðargöng.
Mynd/Vaðlaheiðargöng.

Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Fréttablaðið greindi frá þessu.

Haft er eftir Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, í fréttinni að myndavélarnar verða settar upp fljótlega. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir í samtali við Fréttablaðið að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum; langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund.

Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband.


Nýjast