Djákninn á Myrká snýr aftur í Samkomuhúsið

Jóhann Axel Ingólfsson og Birna Pétursdóttir í hlutverkum sínum.
Jóhann Axel Ingólfsson og Birna Pétursdóttir í hlutverkum sínum.

Vegna mikilla vinsælda snýr sýningin Djákninn á Myrká aftur í Samkomuhúsið um helgina. Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð sló rækilega í gegn á síðasta leikári en um samvinnu Leikhópsins Miðnætti við Leikfélag Akureyrar er að ræða.

Leikarar eru Jóhann Axel Ingólfsson og Birna Pétursdóttir sem draga fram hverja persónuna á fætur annarri, lesa á milli línanna og skálda í eyðurnar.

„Djákninn er genginn aftur! Sýningin var sýnd fyrir fullu húsi í maí síðastliðinn og færri komust að en vildu,“ segir Agnes Wild, leikstjóri sýningarinnar. Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð er hryllilegt gamanverk fyrir alla fjölskylduna sem fær áhorfendur til að veltast um af hlátri, segir um sýningina.

Aðeins þessi eina sýningarhelgi og hægt að sjá frekari upplýsingar á www.mak.is


Nýjast