Þórsstúlkur aftur á sigurbraut

Mynd: thorsport.is
Mynd: thorsport.is

Þór er komið upp að hlið Breiðabliks á topp fyrstu deildar kvenna í körfubolta eftir góðan sigur gegn KR 57-66 um helgina. Liðin eru með 10 stig eftir sjö leiki.

Stigahæstar í liði Þórs voru Thelma Hrund með 16, Unnur Lára 15, Rut Herner 12 og Heiða Hlí 11.

Næsti leikur Þórs verður ekki fyrr en á nýju ári þegar liðið tekur á móti hinu toppliðinu, Breiðabliki laugardaginn 7. janúar.


Nýjast