Þór steinlá fyrir Keflavík

Mynd: thorsport.is
Mynd: thorsport.is

Þór Ak­ur­eyri tók á móti Keflavík í 10. um­ferð Dom­in­os-deild­ar karla í körfu­bolta í gærkvöld.

Eft­ir fimm sigra í röð í deild og bik­ar þá dugði það skammt gegn Keflvíkingum. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri í leiknum. Þeir voru með yf­ir­hönd­ina frá 2. leik­hlut­an­um og unnu sann­fær­andi sig­ur 77:89.

Hörður Axel Vil­hjálms­son og Amin Stevens fóru hamförum fyrir Keflavík og skoruðu þeir sam­tals 61 stig. Þar af var Amin með 41 stig.

Margir af leikmönnum Þórs sem hafa verið frábærir að undanförnu náðu sér ekki á strik í leiknum. Dar­rel Lew­is og Geor­ge Beamon stóðu þó fyr­ir sínu.


Nýjast