Nýr samstarfssamningur North Sailing og knattspyrnudeildar Völsungs

Víðir Svansson, fulltrúi knattspyrnudeildar og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri North Sail…
Víðir Svansson, fulltrúi knattspyrnudeildar og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri North Sailing gengu frá samningnum núna í morgun. Mynd: Völsungur.

North Sailing og knattspyrnudeild Völsungs hafa samið um áframhaldandi samstarf. Samningurinn sem var undirritaður í morgun er til þriggja ára.

Samstarfssamningurinn felur í sér að North Sailing styður knattspyrndudeildina fjárhagslega með árlegum greiðslum og á móti verður North Sailing sýnileg í formi auglýsinga á búningum bæði kvenna- og karlaliðs Völsungs og á Húsavíkurvelli.

Víðir Svansson, fulltrúi knattspyrnudeildar og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri North Sailing gengu frá samningnum núna í morgun.


Nýjast