Leik Völsungs og Magna frestað

Mynd úr safni/Heiðar Kristjánsson
Mynd úr safni/Heiðar Kristjánsson

Leik Völsungs og Magna sem átti að fara fram á föstudag kl. 19:15 hefur verið frestað fram á laugardag og leikið verður kl. 15:00.

Veðurspáin fyrir föstudagskvöldið er því miður ekki spennandi og hvorugt liðið er yfir sig spennt að leika sama leikinn og í fyrra.

Grillað verður fyrir leik en mæting í það er kl. 13:30. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsunga kíkir á mannskapinn sem mætir fyrir leik og heldur smá tölu. 

Allir í gallana!!!

 


Nýjast