KA semur við króatískan miðvörð

Turkalj og Tufa við undirritun samningsins. Mynd: KA.is
Turkalj og Tufa við undirritun samningsins. Mynd: KA.is

KA hefur komist að samkomulagi við 29 ára króatískan miðvörð að nafni Vedran Turkalj um að spila með liðinu út leiktíðina. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Turkalj sem er 193 sentímetrar á hæð kemur til liðs við KA frá NK Aluminij sem leikur í Slóvensku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann leikið undanfarin þrjú tímabil. Turkalj lék einnig með yngri landsliðum Króatíu á árum áður, alls 12 leiki.

Turkalj mun koma til með að þétta raðir KA fyrir síðari umferðina í Pepsi-deildinni en eins og alkunnugt er meiddist Guðmann Þórisson illa fyrr á tímabilinu og er óvíst hvort hann geti leikið meira með KA í sumar. 


Nýjast