KA heldur áfram að styrkja sig

Steinþór Freyr Þorsteinsson skrifaði undir hjá KA. Myndin er  fengin af KA.is
Steinþór Freyr Þorsteinsson skrifaði undir hjá KA. Myndin er fengin af KA.is

Steinþór Freyr Þorsteinsson, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA. Hann er samningsbundin Viking Stavanger í Noregi en hefur leikið sem lánsmaður hjá nágrannafélaginu Sndnes Ulf. Samningur Steinþórs við Viking rennur út um áramótin og mun hann þá flytjast búferlum til Akureyrar.

Steinþór er fæddur árið 1985 og er uppalinn hjá Breiðablik í Kópavogi þar sem hann hóf að leika með meistaraflokki aðeins 17 ára gamall. Árið 2009 gekk hann til liðs við Stjörnuna og sló þar í gegn og var valinn í A-landslið Íslands sama ár. Steinþór hefur leikið 8 landsleiki fyrir Ísland og fjölmarga yngrilandsliðsleiki. 

Eftri stutt stopp hjá Örgryte í Svíþjóð þá gekk hann til liðs við Sandnes Ulf þar sem hann lék 82 leiki með þeim í norsku deildinni og skoraði 13 mörk og hjálpaði til við að koma liðinu í efstu deild árið 2011. Eftir tímabilið 2013 gekk hann til liðs við Viking og lék með þeim 49 leiki og skoraði 5 mörk. Hann var lánaður til Sandnes aftur fyrir þetta tímabil sem er að klárast í Noregi. Á þessari leiktíð hefur Steinþór leikið 22 leiki og skorað 1 mark og gefið 4 stoðsendingar.

Steinþór er sóknarmaður og getur leikið flestar stöður framarlega á vellinum. Hann er þekktur fyrir hraða, eljusemi og löng innköst. 


Nýjast