KA deildarmeistarar í Inkassodeild karla

KA tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Inkassodeildinni í æsispennandi leik gegn Grindavík í dag.
KA tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Inkassodeildinni í æsispennandi leik gegn Grindavík í dag.

KA tryggði sér sigur í Inkasso -deildinni í viðureign toppliðanna þar sem KA-menn komu til baka eftir að hafa lent undir. Þetta var næstsíðasta umferð deildarinnar.

KA-menn voru mun betri aðilinn í leiknum, en gekk illa að nýta færin sem þeir fengu. Staðan í hálfleik var 0 - 1 fyrir Grindavík. Í seinni hálfleik gekk betur að nýta færin og KA-menn náðu í sigurinn sem þeir þurftu.

Það var Andri Rúnar Bjarnason sem kom Grindvíkingum yfir á 43. mínútu. KA- menn létu hins vegar ekki slá sig út af laginu og á 69. mínútu jafnaði Ásgeir Sigurgeirsson metin fyrir heimamenn. Það var svo Hallgrímur Mar Steingrímsson sem tryggði KA sigurinn úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Aleksandar Trninic var vikið af velli á 90. Mínútu eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. KA- menn luku því leiknum einum færri.


Nýjast