Jalen Riley rekinn frá Þór

Jalen Riley. Mynd: thorsport.is
Jalen Riley. Mynd: thorsport.is

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur sagt Jalen Riley upp störfum en hann hefur spilað með Þórsliðinu frá upphafi móts. Hann lék sinn síðasta leik gegn KR í gærkvöld. 

„Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs, Þjálfari og leikmenn kunna honum bestu þakkir fyrir samstarfið á þeim tíma sem hann hefur verið hjá liðinu,“ segir á heimasíðu félagsins.

Annar Bandaríkjamaður hefur verið ráðinn í stað Riley. Hann kemur frá New York og heitir George Beamon og spilar í stöðu framvarðar. Beamon er 187 cm á hæð og 80 kg. Hann spilaði síðast með Mannhattan Jaspers og var þar með tæp 19 stig að meðaltali og 7 fráköst.


Nýjast