Íslandsmeistari í golfi 50 ára og eldri

Jón Gunnar sigraði bæði með og án forgjafar. Mynd/GA.is
Jón Gunnar sigraði bæði með og án forgjafar. Mynd/GA.is

Jón Gunnar Traustason, kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar (GA), bar sigur úr býtum í Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. Jón sigraði í flokki 50 ára og eldri en alls voru rétt tæplega 140 keppendur á mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu GA.

Í flokki karla 65 ára og eldri sigraði Rúnar Svanholt frá GR. Í flokki kvenna 65 ára og bar Margrét Geirsdóttir frá GR sigur úr býtum og í flokki kvenna 50 ára sigraði Þórdís Geirsdóttir GK.

Þess má geta að Jón Gunnar varð einnig Akureyrarmeistari í flokki 50 ára og eldri helgina þar á undan og því í fantaformi. 


Nýjast