„Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 6 ára

Völsungur vikunnar að þessu sinni er Krista Eik Harðardóttir. Hún er 17 ára og spilar fótbolta með kvennaliði Völsungs í 2. deild, ýmist á hægri kantinum eða stöðu framherja og hefur þegar skorað tvö mörk í sumar; eitt í deild og eitt í mjólkurbikarnum. Bæði mörkin komu gegn hinu sameinaða liði Fjarðab/Höttur/Leiknir. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 6 ára en hef líka áhuga á blaki og æfði blak í nokkur ár. Ég er búin með eitt ár í FSH á náttúrufræðibraut. Meira um Völsung vikunnar í prentútgáfu Skarps.

-Skarpur, 28. júni


Nýjast