Archange Nkumu framlengir við KA

Archange Nkumu í baráttunni sumarið 2015. Mynd: Sævar Geir/ka.is
Archange Nkumu í baráttunni sumarið 2015. Mynd: Sævar Geir/ka.is

Archange Nkumu skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við KA sem gildir út árið 2018.

Archange sem er 23 ára gamall kom til KA í janúar 2015 og var til reynslu hjá félaginu í tvo mánuði. Þjálfarar KA urðu strax hrifnir af honum og Archange uppskar tveggja ára samning. Nú hefur hann sem fyrr segir skrifað undir nýjan tveggja ára samning.

„Archange spilaði gríðarlega vel sumarið 2015 og var í algjöru lykilhlutverki hjá KA. Hann vakti athygli margra annarra félaga eftir frammistöðu sína, þá sérstaklega í bikarkeppninni þegar KA datt út í undanúrslitum gegn Val. Arhcie hélt góðri spilamennsku áfram með KA síðasta sumar en Archie hefur leikið 46 leiki fyrir KA í deild og bikar og skorað 3 mörk,“ segir á heimasíðu KA.


Nýjast