Akureyrarvöllur aldrei verið betri

„Fólk er að koma hérna upp í KA heimili að kaupa trefla, húfur og fleira sem aldrei fyrr. Það er ekk…
„Fólk er að koma hérna upp í KA heimili að kaupa trefla, húfur og fleira sem aldrei fyrr. Það er ekkert launungamál að það eru spennandi hlutir í gangi og fólk er svona að hoppa á vagninn og hafa gaman með okkur,“ segir Sævar Pétursson. Mynd/Þröstur Ernir

Frábær byrjun nýliða KA í Pepsideild karla í fótbolta hefur ekki farið framhjá neinum Akureyringi sem hefur snefil af áhuga fyrir fótbolta. Fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum, útileikjum gegn liðunum sem fyrirfram hefur verið spáð titilbararáttu, Breiðabliki og FH.

Á sunnudag er komið að stund sem KA menn hafa beðið með óþreyju í tæp 13 ár, fyrsti heimaleikur KA í efstu deild síðan 2004, þegar Fjölnir kemur í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 18 á Akureyrarvelli. „Völlurinn kemur alveg ótrúlega vel undan vetri, hann hefur sennilega aldrei verið jafn góður á þessum tíma eins og hann er í dag,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastóri KA í stuttu spjalli við Vikudag. Spurður hverju hann þakki gott ástand vallarins svaraði hann: „Ég verð held ég að gefa veðurfarinu í vetur mesta kreditið. Þar fyrir utan byrjuðum við kannski að vinna aðeins fyrr í vellinum en áður. Við settum dúk yfir hann eftir páska. Svo þessi síðastliðna vika var náttúrulega „kraftaverk“ - að vera með 15-20 stiga hita, fimm daga í röð - gerði alveg svakalega mikið fyrir okkur.“

Viðtalið í heild má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 11. maí 2017


Nýjast