Akureyrarstúlkur í milliriðil EM

Rakel og Andrea fyrirliði U19. Mynd: KA.is
Rakel og Andrea fyrirliði U19. Mynd: KA.is

Anna Rakel Pétursdóttir úr  KA og Andrea Mist Pálsdóttir úr Þór spiluðu alla leiki U19 ára liðs Íslands þegar þær tryggðu sig áfram í milliriðil EM.

Anna Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 10-0 sigri Íslands á Kasakstan. Andrea Mist var einnig á skotskónnum en hún skoraði eitt mark í 5-0 sigri á Færeyjum. Síðasti leikur liðsins var gegn Finnlandi þar sem þær biðu lægri hlut 3-0. Það kom þó ekki að sök þar sem annað sætið gaf þeim keppnisrétt í milliriðli EM sem verður leikinn á næsta ári.


Nýjast