Byssumaður á Svalbarðseyri í gæsluvarðhald

Maðurinn sem handtekinn var á  Svalbarðseyri í gærmorgun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fra…
Maðurinn sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag

Maðurinn sem handtekinn var á  Svalbarðseyri í gærmorgun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag, 23.júlí.  Farið var fram á gæsluvarðhald yfir manninum í morgun og féllst Héraðsdómur Norðurlands eystra á gæsluvarðshaldskröfu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Rannsókn málsins hefur m.a.  leitt í ljós að hann ógnaði a.m.k. tveimur mönnum með s.k. pinnabyssu, sem er skammbyssa notuð til að aflífa stórgripi. Byssuna er hann grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í húsi á Svalbarðseyri. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, er einnig grunaður um önnur þjófnaðarbrot og eru þau mál til rannsóknar. Þetta kemur fram á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.


Nýjast