Búin að safna yfir milljón: Myndband

Söfnun nemenda Menntaskólans á Akureyri (MA) til styrktar unglingahjálpar við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri gengur vonum framar. Eins Vikudagur hefur sagt frá var liður í söfnuninni að ýta bíl Eyjafjarðarhringinn og mátti fylgjast með gjörningnum í beinni útsendingu á Facebook. Nú þegar hefur safnast yfir eina milljón króna en söfnunin heldur áfram og lýkur á morgun.

Á heimasíðu MA er sagt frá ýmsum uppátækjum í tengslum við söfnunina. Monika Rögnvaldsdóttir er til að mynda lokuð inni í búri á sviðinu í Kvosinni og fylgjast má með því í beinni útsendingu. Æsa Skúladóttir er einnig í beinni útsendingu á ferð og flugi í allan dag. Tvíburarnir Alexander og Sólon Kristjánssynir eru samvaxnir í dag og að lokum má geta þess að Jón Már Héðinsson mætti til vinnu í dag í óhefðbundnum klæðnaði.

Söfnuninni lýkur eins og fyrr segir á morgun, þriðjudag og tekið er á móti framlögum á bankareikning sem hér segir:

Kennitala: 470997-2229

Reikningsnúmer: 0162-05-261530

 

 


Nýjast