BSE óskar tilboða í kaup á rafmagni

Tæplega 70 bændur í Eyjafirði vilja kaupa um 6 gígawattstundir af rafmagni, það magn sem er í notkun…
Tæplega 70 bændur í Eyjafirði vilja kaupa um 6 gígawattstundir af rafmagni, það magn sem er í notkun hjá þeim og er nú leitað til þeirra fyrirtækja sem geta selt rafmagn á svæðinu og þeim boðið að bjóða í viðskiptin.

Búnaðarsamband Eyjafjarðar kannar nú hvort bændur nái hagstæðari kaupum á rafmagni með því að láta bjóða sameiginlega í þau. Tæplega 70 bændur hafa áhuga á að vera með og verður að líkindum óskað eftir tilboðum í nálægt 6 gígawattstundir sem eru í notkun hjá þessum hópi. 

Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar segir alla söluaðila rafmagns hafa möguleika á að selja hvar sem er í dreifbýli, en RARIK sér um dreifinguna hver svo sem selur rafmagnið. Verið er að senda út bréf til þeirra fyrirtækja sem geta selt rafmagn í Eyjafirði og verðum þeim boðið að bjóða í viðskiptin.


Nýjast