Bocciaþjálfari fær fjögurra ára dóm fyrir nauðgun

Ákæran snýr að ítrekuðum brotum sem áttu sér stað á Akureyri frá júní 2014 til júní 2015.
Ákæran snýr að ítrekuðum brotum sem áttu sér stað á Akureyri frá júní 2014 til júní 2015.

Fyrrverandi bocciaþjálfari á Akureyri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri stúlku sem hann þjálfaði. Brotin voru ítrekuð og stóðu yfir í heilt ár. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Ákæruvaldið kveðst niðurstaðan vera í takt við það sem lagt var upp með, en hann er dæmdur fyrir að misnota yfirburðarstöðu sína gagnvart stúlkunni og notfæra sér fötlun hennar.

Frá þessu er greint á vef Rúv.

Á vef Rúv segir að þjálfarinn, sem er fimmtugur og heitir Vigfús Jóhannesson, hafi verið kærður 2016 fyrir að nauðga þroskaskertri stúlku sem æfði hjá honum boccia. Stúlkan og móðir hennar lögðu fram kæruna en höfðu áður leitað til lögreglu eftir aðstoð. Málið fór fram og til baka í kerfinu í nokkur ár en í vor gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur honum. Hann neitaði sök. Ákæran snýr að ítrekuðum brotum sem áttu sér stað á Akureyri frá júní 2014 til júní 2015. 

Vigfús hefur starfað sem bocciaþjálfari á Akureyri í mörg ár og 2014 var hann áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart nemendum sínum og er hann grunaður um að hafa brotið gegn fleiri iðkendum. Vigfús hætti ekki að þjálfa fyrr en hann var kærður, segir í frétt Rúv.

 


Nýjast