Bjarg íbúðafélag fær lóð við Guðmannshaga

Bjarg íbúðarfélag mun reisa 20 til 30 nýjar íbúðir í Hagahverfi og þess vænst að framkvæmdir hefjist…
Bjarg íbúðarfélag mun reisa 20 til 30 nýjar íbúðir í Hagahverfi og þess vænst að framkvæmdir hefjist fyrir næstu áramót

Bjarg íbúðafélag hefur fengið úthlutað lóð við Guðmannshaga 2 í nýju Hagahverfi á Akureyri en þar verða í fyrsta áfanga framkvæmda sem félagið hyggst ráðast í byggðar 20 til 30 íbúðir.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á biðlista vegna íbúða félagsins og hafa viðbrögð verið góð, fjölmargar fyrirspurnir borist þannig að félagsmenn í Einingu Iðju taka þessu nýja möguleika á íbúðamarkaði á Akureyri einkar vel. 

Í lok liðins árs var skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf Akureyrarbæjar og Bjargs þess efnis að bærinn veitti 12% stofnframlag til byggingar 75 íbúða á vegum félagsins á Akureyri á næstu þremur árum.

Hönnun er langt komin og þess vænst að framkvæmdir hefjist fyrir áramót. Hagsýni og gæði eru höfð að leiðarljósi við hönnun svo halda megi leiguverði eins lágu og kostur er.


Nýjast