Birgðahald í heyi er dýrt

Mynd/ Baldur Helgi Benjamínsson

Heyskapur í Eyjafirði hefur gengið vel og uppskera er góð. Hér er…
Mynd/ Baldur Helgi Benjamínsson Heyskapur í Eyjafirði hefur gengið vel og uppskera er góð. Hér er verið að slá tún við Ytri-Tjarnir í Eyjafjarðarsveit.

Bændur á Eyjafjarðarsvæðinu eru þessa dagana að hefja seinni slátt. Sá fyrri gekk nokkuð greiðlega fyrir sig, uppskeran er góð en helst til skúrasamt var á köflum og hvasst.

Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar segir enga ástæðu til að kvarta yfir svoleiðis nokkru. Bændur eru fljótir að slá, tækin eru öflug og heyskapur tekur ekki langan tíma.

 

Líkur eru á að að bændur hirði ekki upp allt hey í seinni slætti. Nokkur góð ár gera að verkum að fyrningar eru miklar. „Uppskera hefur verið mikil í nokkur ár í röð og of mikið birgðahald í heyi er dýrt. Mér sýnist því að staðan verði sú að henda verði umtalsverðum hluta af seinni slætti,“ segir Sigurgeir sem fer betur yfir stöðu mála í prentútgáfu Vikudags sem út kemur á morgun, fimmtudag.

 

 


Nýjast