Betri afkoma Akureyrarbæjar en áætlun gerði ráð fyrir

Rekstur Akureyrarbæjar hefur gengið vel fyrri hluta ársins.
Rekstur Akureyrarbæjar hefur gengið vel fyrri hluta ársins.

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á fyrri hluta ársins hjá Akureyrarbæ var jákvæð um 207,4 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarhalli yrði 571,7 milljónir króna á tímabilinu. Afkoma samstæðunnar á fyrri hluta ársins er því 779,1 milljón krónum betri en áætlun gerði ráð fyrir.

Rekstrarniðurstaða A-hluta á fyrri hluta ársins var neikvæð um 69,6 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarhalli yrði 808,3 milljónir króna á tímabilinu. Afkoma A-hluta er því mun betri en áætlun gerði ráð fyrir, segir í frétt á vef Akureyrarbæjar.

Tekjur samstæðunnar námu samtals 12.491 milljón krónum en áætlun gerði ráð fyrir að tekjur yrðu 12.095 milljónir króna. Skatttekjur voru 5.727 milljónir króna sem er 331 milljón krónum um fram áætlun eða 6,13%. Tekjur frá Jöfnunarsjóði námu 1.530 milljónum króna sem er 125 milljónum umfram áætlun. Aðrar tekjur voru 5.234 milljónir króna sem er 60 milljónum króna undir áætlun.


Nýjast