Bensínstöðvum gæti fækkað á Akureyri

Bensínstöðvar á Akureyri eru 12 en gætu fækkað á næstu árum.
Bensínstöðvar á Akureyri eru 12 en gætu fækkað á næstu árum.

Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir vel koma til greina að Akureyrarbær fækki bensínstöðvum í bænum. Það sé stefna bæjarins að jarðefnaeldsneyti víki fyrir nýjum orkugjöfum. Nærri helmingi fleiri bensínstöðvar eru á Akureyri en í Reykjavík miðað við íbúafjölda í þessum sveitarfélögum.

Frá þessu var greint á vef Rúv. Eins og fram hefur komið ætlar Reykjavíkurborg að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á næstu sex árum. Á Akureyri eru alls 12 bensínstöðvar. Halla segir í samtali á vef Rúv að bensínstöðvunum gæti fækkað á næstu árum og þær sem eftir verða breytist í fjölorkustöðvar og þjónusti þá allar tegundir af bílum.


Nýjast