Becromal verður TDK

TDK Corporation hefur tilkynnt að nafni dótturfélagsins Becromal Iceland ehf. hefur verið breytt í TDK Foil Iceland ehf. Breytingin tók gildi þann 6. nóvember síðastliðinn. Nafnabreyting aflþynnuverksmiðjunnar á Akureyri er liður í að samræma markaðsstarf TDK Group.

Nýtt nafn mun ekki hafa nein áhrif á verksmiðjuna, stjórnun hennar, starfsemi eða framleiðslu. Á næstu dögum breytist útlit Becromal verksmiðjunnar, þegar hið vel þekkta merki TDK leysir það gamla af hólmi, segir í tilkynningu.

TDK Corporation er leiðandi rafeindatæknifyrirtæki á heimsvísu með aðsetur í Tókýó í Japan. Fyrirtækið rekur framleiðslufyrirtæki, hönnunar- og söluskrifstofur í Asíu, Evrópu og í Norður-og Suður-Ameríku.


Nýjast