Bautinn fær nýja eigendur

Guðmundur Karl Tryggvason fyrir utan Bautann. Mynd/Þröstur Ernir
Guðmundur Karl Tryggvason fyrir utan Bautann. Mynd/Þröstur Ernir

Veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri er í söluferli og tekur nýr eigandi við rekstrinum á næstu vikum. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Tryggvason við Vikudag en hann og eiginkona hans Helga Árnadóttir hafa rekið staðinn undanfarin ár en starfað þar yfir þrjá áratugi. Kaupandi og verðandi eigandi er Einar Geirsson, eigandi veitingastaðarins Rub23.

Veitingastaðurinn Bautinn var stofnaður 6. apríl 1971 og er elsta grillhúsið á landsbyggðinni. Hann hefur um árabil verið eitt af helstu kennileitum Akureyrar.


Nýjast