Bankar á dyrnar hjá meistaraflokki

Ágúst Þór er Völsungur vikunnar í Skarpi. Mynd/epe
Ágúst Þór er Völsungur vikunnar í Skarpi. Mynd/epe

Ágúst Þór Brynjarsson er Völsungur vikunnar í Skarpi. Hann er 18 ára og spilar stöðu vinstri bakvarðar með 2. flokki Völsungs og er farinn að banka á dyrnar hjá meistaraflokki þar sem hann hefur verið í hóp í sumar. Sannarlega efnilegur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér enda góðir vinstri bakverðir álíka sjaldgjafir og hvítir nashyrningar. „Í sumar er ég að vinna sem þjálfari hjá Völsungi en ég var að útskrifast úr FSH í vor,“ segir Ágúst en hann hefu stundað fótbolta frá 6 ára aldri. Helstu áhugamál hans er fótbolti og tónlist. Meira um Völsung vikunnar í prentútgáfu Skarps.

-Skarpur, 5. júlí


Nýjast