Bætt aðgengi fyrir fatlaða

Nýja lyftan í Sundlaug Akureyrar. Mynd/Akureyri.is
Nýja lyftan í Sundlaug Akureyrar. Mynd/Akureyri.is

Nýlega var tekin í notkun ný lyfta í Sundlaug Akureyrar en lyftunni er ætlað að auðvelda og bæta aðgengi fatlaðra að innipottinum og eldra sundlaugarkarinu. Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, segir að lyftan sé ein sú flottasta á markaðinum.

Í haust var einnig sett lyfta við innilaugina, „en síðast en ekki síst þá hefur á síðustu árum verið settur góður stigi með handriði bæði í innilaug og minni útilaugina,“ segir Elín.

Þó nokkrar umbætur hafa orðið á aðgengi fyrir fatlaða í Sundlaug Akureyrar á undanförnum árum en t.a.m. hefur fjölnotaklefi verið tekinn í not og er fyrir fatlaða og einstaklinga með sérþarfir


Nýjast