Aukasýning á Sjeikspír

Vegna fjölda fyrirspurna hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að bæta við aukasýningu á gamanverkinu „Sjeikspír eins og hann leggur sig! og verður allra síðasta sýningin föstudaginn 27. apríl kl. 20:00.

„Það er einstaklega viðeigandi að tilkynna um þetta á meðan við fögnum afmæli sjálfs William Shakespeare, en skáldið hefði orðið 454 ára þann 23. apríl hefði það fundið æskubrunninn og leið til að lifa að eilífu. Sýningin mun því miður ekki heldur lifa að eilífu og er þetta því allra síðasta tækifæri til að sjá þessa fjörugu uppsetningu sem hefur hlotið einróma lof leikhúsgesta og gagnrýnenda,“ segir í tilkynningu. Miðasala er MAk.is.


Nýjast