„Auðveld ákvörðun að vera áfram“

Bianca og Stephany með Íslandsmeistarabikarinn. Mynd/Sævar Geir
Bianca og Stephany með Íslandsmeistarabikarinn. Mynd/Sævar Geir

Mexíkósku landsliðskonurnar, Bianca Sierra og Stephany Mayor, hafa undirritað nýjan samning við ný- krýnda Íslandsmeistara Þórs/KA í knattspyrnu og munu því leika með liðinu að minnsta kosti út næsta keppnistímabil. Frá þessu er greint á vef Þórs. Þar er haft eftir þjálfara liðsins, Halldóri Jóni Sigurðssyni, að hann sé hæst­ ánægður með að halda leikmönnunum.

„Þær stóðu sig afbragðs vel í sumar, bæði inni á vellinum og fyrir utan hann. Þetta sýnir hversu vel þeim leið hjá okkur og hversu metnaðarfullt starfið er hjá Þór/KA. Við ætlum okkur helst að halda öllum okkar leikmönnum og frábært að þessir lykilmenn semja fyrstar,“ sagði Halldór á vef Þórs.

Þær stöllur voru að sama skapi ánægðar með nýjan samning. „Þetta var auðveld ákvörðun. Akureyri er orðin okkar annað heimili og fólkið hjá Þór/KA hefur tekið okkur eins og hluta af fjölskyldunni. Við getum ekki beðið eftir að fá tækifæri til að verja titilinn á næsta ári,“ segja þær Stephany og Bianca.

Stephany varð markadrottning Pepsi-deildarinnar í sumar, skoraði 19 mörk í 18 leikjum, auk fjögurra marka í tveimur leikjum í Borgunarbikarnum


Nýjast