Anna Kolbrún stefnir á þing fyrir Framsókn í NA kjördæmi

Anna Kolbrún Árnadóttir
Anna Kolbrún Árnadóttir

„Já, tilkynnti á fundi Framsóknarfélags Akureyrar og nágrennis í gærkvöld að ég bjóði mig fram í annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi,“ segir Anna Kolbrún Árnadóttir sjúkraliði á Akureyri, sem stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands. Hún var síðast í áttunda sæti framboðslista flokksins.

„Ég er búin að tala við fjölda fólks í flokknum og margir hafa á undanförnum vikum hvatt mig til að fara í framboð. Viðbrögðin í gærkvöld voru mjög góð, þannig að ég er full bjartsýni.“

Hún segist standa algjörlega utan við deilur formanns fokksins og Höskuldar Þórs Þórhallssonar þigmanns kjördæmisins.

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í NA kjördæmi verður haldið í Mývatnssveit í lok mánaðarins. Þar verður lögð fram tillaga um framkvæmd vals á framboðslista flokksins í kjördæminu.

Framsóknarflokkurinn í NA kjördæmi er nú með tvo þingmenn. Birkir Jón Jónsson fyrsti þingmaður sækist ekki eftir endurkjöri. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður stefna báðir á fyrsta sætið.

karleskil@vikudagur.is

 


Nýjast